Beikon og serrý kalkúnn – með eplum

Fylling:
12 brauðsneiðar. Skera skorpu af og skera brauðsneiðar í teninga sem svo eru þurrkaðir í ofnskúffu.
2 græn epli
döðlur
rúsínu
100 gr. púrrulaukur
300 gr. sveppir
175 gr. sellerí
100 gr. rauðlaukur
100 gr. laukur
300 gr. beikon
Soya sósa
Serrý ¼ flaska eða meira.
Salt og pipar
Salvía
Kjúklingateningur

Púrran, sveppir, sellerí, rauðlaukur, laukur og bacon hitað í olíu og kryddað með salti og pipar + teningur. Bætt við brauðmolum. Bleytt með soya sósu og serrý. Haft þó nokkuð blautt – brauðið á að gegnblotna. Fylla fuglinn að 2/3. Setja smá vatn og kjúklingatening með í ofninn.

Taka kalkúninn úr frysti 2-3 dögum áður en á að borða hann. Ef hann er ennþá frosinn daginn sem á að elda hann er gott að þýða hann í köldu vatni.

Sjóða hvarta og lifur í 1 – 1 ½ klst og nota soð í sósuna.

Áður en kalkúnninn er settur í ofninn er hann smurður með smjöri. Hella sífellt yfir kalkúninn úr ofnskúffunni.

30 mín fyrir hvert kíló – hiti hámark 170°C – reikna fyllinguna með í þyngd.

Setja álpallír yfir er hann ætlar að vera of dökkur.

Ljós sósa með.

Bjórkjúklingur

1 33 cl. dós Carlsberg

Olía og krydd eftir smekk hvers og eins.

Aðferð:

Þerra skal kjúklinginn.

Opnið bjórdósina og drekkið c.a 2/3 inihaldsins í einum teig.

Síðan er kjúklingurinn „þræddur“ uppá dósina þannig að hann sitji.

Penslið kjúklinginn upp úr kryddblöndunni og setjið á heitt grillið.
Fyrst skal snúa „bakinu“ að brennaranum svo bringunni.

Slökkva skal á brennaranum sem er undir kjúklingnum.

Pensla skal kjúklinginn annars slagið á meðan eldun stendur.

Einnig er gott að opna aðra Carlsbergdós og dreypa reglulega á

innihaldinu meðan beðið er.

Viola; Algjör snild.

Tekur svona 1 ½ tíma hafa grillið ca á 180°C og fylgjast reglulega með kjúllanum.

Gráðosta- og skinku kalkúnafylling

60 gr. púrrulaukur
50 gr. laukur
160 gr. paprika
530 gr. reykt skinka
100 gr. gráðostur
3,5 dl rjómi
200 gr. sveppir
6 brauðsneiðar (skorpa skorin af og skorið í bita – þurrkað á ofnplötu)
Hvítvín
Kjúklingakraftur
Kalkúnakraftur
Pipar
Salt

Byrja á að þurrka brauðið í ofninum – ekki brúna.
Skera púrrulauk, lauk, papriku og sveppi í bita og steikja á pönnu. Skera skinku í bita og setja saman við. Þá er gráðost og rjóma bætt útí og gráðosturinn látinn bráðna. Síðan hef ég sett aðeins af hvítvíni ca. 2 dl (má alveg vera einhver annar vökvi – bara fínt að smakka það aðeins með eldamenskunni) eða svo og smakkað til með kjúklingakrafti, kalkúnakrafti, salti og pipar og að lokum er brauðið sett saman við. Stundum hef ég sett kalkúnakrydd líka.
Brauðið dregur í sig mikinn vökva og hef ég því ekki endilega alltaf notað allt brauðið. Fyllingin á að vera blaut og aðeins sölt. Kjötið dregur í sig hluta af saltinu og með því að hafa hana blauta verður fuglinn síður þurr. Hef aldrei lent í að hann verði það.

Skerið smjörstykki í sneiðar og troðið eins miklu og þið getið undir húðina á kalkúninum – stundum þarf að pota aðeins til að búa til göt en passa samt að gata ekki húðina. Bindið vængina aftur fyrir bak. Setjið fyllinguna í fuglinn en ekki troða – saumið fyrir. Restina af fyllingunni er fínt að setja undir hálsskinnið og sauma fyrir. Eins má setja fylligu í form og baka með.

Stillið ofninn á 200°C. Nú er kalkúnninn lagður í ofnskúffu og steiktur í 15 mín. og hitinn þá lækkaður í 120°C. Bleyta viskustykki í bræddu smjöri og breyða yfir fuglinn (ath að viskustykkið verður ónýtt eftir þetta). Mæli með að stinga hitamæli í kalkúninn og taka hann út þegar hitinn er kominn í 72 gráður. Setja yfir hann álpappír og handklæði þar ofaná til að halda hitanum – láta standa í ca. hálfa klst.

Á meðan kalkúnnin er að eldast er nauðsynlegt að ausa reglulega yfir hann úr ofnskúffunni.

Eldunartími er ca. 40 mín á kíló og muna að taka fyllinguna með í þyngdinni.

Góð og mild fylling sem ég er búin að nota í mörg ár. Byrjaði að gera hana þegar börnin voru lítil og ekki hrifin af bragðsterkum fyllingum. Ef einhver þolir t.d. ekki sveppi er bara að skipta þeim út fyrir eitthvað annað.

Verði ykkur að góðu!!

Beikon og serrý kalkúnn

Fylling:
12 brauðsneiðar. Skera skorpu af og skera brauðsneiðar í teninga sem svo eru þurrkaðir í ofnskúffu.
100 gr. púrrulaukur
300 gr. sveppir
175 gr. sellerí
100 gr. rauðlaukur
100 gr. laukur
300 gr. beikon
Soya sósa
Serrý ¼ flaska eða meira.
Salt og pipar
Kjúklingateningur

Púrran, sveppir, sellerí, rauðlaukur, laukur og bacon hitað í olíu og kryddað með salti og pipar + teningur. Bætt við brauðmolum. Bleytt með soya sósu og serrý. Haft þó nokkuð blaupp – brauðið á að gegnblotna. Fylla fuglinn að 2/3. Gott að leggja baconsneiðar yfir kalkúninn. Setja smá vatn og kjúklingatening með í ofninn.

Taka kalkúninn úr frysti 2-3 dögum áður en á að borða hann. Ef hann er ennþá frosinn daginn sem á að elda hann er gott að þýða hann í köldu vatni.

Sjóða hvarta og lifur í 1 – 1 ½ klst og nota soð í sósuna.

Áður en kalkúnninn er settur í ofninn er hann smurður með smjöri og bacon sett yfir. Hella sífellt yfir kalkúninn úr ofnskúffunni og smyrja jafnvel stundum aftur með smjöri.

30 mín fyrir hvert kíló – hiti hámark 170°C – reikna fyllinguna með í þyngd.

Setja álpallír yfir er hann ætlar að vera of dökkur.

Ljós sósa með.

Þetta er ekki uppskriftin sem ég nota venjulega en er samt grunnurinn að henni.

Hægeldaður kjúklingur

1 stór kjúklingur eða 2 litlir
1 kg. kartöflur, skornar í tvennt eða fernt, eftir stærð
3 hvítlaukar, skornir í tvennt
1 dl. hvítvín
1 dl. kjúklingasoð
4 rósmaríngreinar
6 lárviðarlauf
1 sítróna, skorin í báta
Setjið kjúklinginn í eldfast mót og smyrjið hann með bræddu smjöri. Raðið kartöflunum í kringum kjúklinginn ásamt hvítlauknum, hellið hvítvíninu og kjúklingakraftinum yfir, breiðið álpappír yfir formið og eldið við 160° í eina klukkustund. Fjarlægið þá álpappírinn, dreifið kryddjurtunum og sítrónunni yfir, saltið og eldið í 50 mínútur. Hækkið þá hitann í 220° og eldið í 30 mínútur. Látið kjúklinginn standa í ca. 10 mínútur áður en hann er borðaður.

Karamellukjúklingur

Karamellukjúklingur2 kjúklingar í bitum

Sósan:
2 dl barbecue sósa
1 dl soja sósa
1 dl apríkósusulta
100 gr. púðursykur
50 gr. smjör
Sósuefni allt sett í pott og suðan látin koma upp.

Kjúklingabitarnir settir í eldfast mót og sósunni hellt yfir. Bakað við 180° í 50-60 mín. Sósunni ausið yfir bitana á 10-15 mín. fresti.
Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauði. Gott að hafa kryddaðar linsubaunir með.

Gómsætir kjúklingavængir

30 kjúklingavængir – skera í tvennt
2 dl. BBQ sósa
2 dl. aprikósusulta
3 msk. hvítvín
3 msk. soyasósa
3 msk. tómatsósa
2 msk. sesamolía
5 hvítlauksrif – marin.

Allt nema kjúklingavængirnir sett í pott og hitað þar til hefur blandast vel.
Kjúklingabitarnir látnir marinerast í sósunni í a.m.k. 2-3 tíma – helst yfir nótt.
Mestu af kryddleginum hellt í skál og vængirnir settir í eldfast mót. Bakað við 175°C í 45 mín velt við þegar hálfnað og bitarnir penslaðir með kryddleginum.
Gott bæði heitt og við stofuhita.

Astró Tex Mex kjúklingabringur

Galdurinn á bak við þennan rétt var marineringin á kjúklingnum.

Tex Mex marinering:
3 hvítlauksgeirar
2 msk dijonsinnep
1 tsk þurrkað coriander
1 tsk þurrkað fennel
2 msk hunang
1 dl appelsínusafi
2 dl BBQ sósa
2 dl olía

Allt nema olía sett í matvinnsluvél og látið vinnast vel saman. Olíu bætt saman við smátt og smátt. Þessi marinering nægir fyrir 8-10 bringur eða meira. Minnkið uppskriftina um helming ef um færri bringur er að ræða. Látið bringurnar liggja í marineringunni í 6 tíma. Grillið bringurnar á vel heitu grilli og pennslið með BBQ sósu.

Meðlæti:
Mexicó krydduð hrísgrjón með maís og grænmeti. Lárperumauk, salasa sósa og súrður rjómi. Gott salat skemmir ekki.

Kjúklingaréttur með nachos

Kjúklingabringur (4- 6 stk)
½ líter af rjóma
1 piparostur
1 lítil krukka salsa sósa
1 smurostur
1 krukkamango chutney
2 msk kókos
1 poki nachos (flögur)
rifinn ostur

Smurosturinn settur í eldfast mót. Hellist salsað yfir og nachosflögurnar muldar yfir. Steikja kjúklingabringurnar og þær síðan settar yfir nacho-flögurnar.
Piparosturinn bræddur í rjómanum þar til þykk sósa kekkjótt sósa. Þessu er svo hellt yfir alltsaman og rifinn ostur er settur yfir og smá kókosmjöl.
Þá er rétturinn settur inn í ofn í c.a. 30 mínútur. Gott að nota mangóchutney með matnum og ferskt salat.