Gráðosta- og skinku kalkúnafylling

60 gr. púrrulaukur
50 gr. laukur
160 gr. paprika
530 gr. reykt skinka
100 gr. gráðostur
3,5 dl rjómi
200 gr. sveppir
6 brauðsneiðar (skorpa skorin af og skorið í bita – þurrkað á ofnplötu)
Hvítvín
Kjúklingakraftur
Kalkúnakraftur
Pipar
Salt

Byrja á að þurrka brauðið í ofninum – ekki brúna.
Skera púrrulauk, lauk, papriku og sveppi í bita og steikja á pönnu. Skera skinku í bita og setja saman við. Þá er gráðost og rjóma bætt útí og gráðosturinn látinn bráðna. Síðan hef ég sett aðeins af hvítvíni ca. 2 dl (má alveg vera einhver annar vökvi – bara fínt að smakka það aðeins með eldamenskunni) eða svo og smakkað til með kjúklingakrafti, kalkúnakrafti, salti og pipar og að lokum er brauðið sett saman við. Stundum hef ég sett kalkúnakrydd líka.
Brauðið dregur í sig mikinn vökva og hef ég því ekki endilega alltaf notað allt brauðið. Fyllingin á að vera blaut og aðeins sölt. Kjötið dregur í sig hluta af saltinu og með því að hafa hana blauta verður fuglinn síður þurr. Hef aldrei lent í að hann verði það.

Skerið smjörstykki í sneiðar og troðið eins miklu og þið getið undir húðina á kalkúninum – stundum þarf að pota aðeins til að búa til göt en passa samt að gata ekki húðina. Bindið vængina aftur fyrir bak. Setjið fyllinguna í fuglinn en ekki troða – saumið fyrir. Restina af fyllingunni er fínt að setja undir hálsskinnið og sauma fyrir. Eins má setja fylligu í form og baka með.

Stillið ofninn á 200°C. Nú er kalkúnninn lagður í ofnskúffu og steiktur í 15 mín. og hitinn þá lækkaður í 120°C. Bleyta viskustykki í bræddu smjöri og breyða yfir fuglinn (ath að viskustykkið verður ónýtt eftir þetta). Mæli með að stinga hitamæli í kalkúninn og taka hann út þegar hitinn er kominn í 72 gráður. Setja yfir hann álpappír og handklæði þar ofaná til að halda hitanum – láta standa í ca. hálfa klst.

Á meðan kalkúnnin er að eldast er nauðsynlegt að ausa reglulega yfir hann úr ofnskúffunni.

Eldunartími er ca. 40 mín á kíló og muna að taka fyllinguna með í þyngdinni.

Góð og mild fylling sem ég er búin að nota í mörg ár. Byrjaði að gera hana þegar börnin voru lítil og ekki hrifin af bragðsterkum fyllingum. Ef einhver þolir t.d. ekki sveppi er bara að skipta þeim út fyrir eitthvað annað.

Verði ykkur að góðu!!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s