Hægeldaður kjúklingur

1 stór kjúklingur eða 2 litlir
1 kg. kartöflur, skornar í tvennt eða fernt, eftir stærð
3 hvítlaukar, skornir í tvennt
1 dl. hvítvín
1 dl. kjúklingasoð
4 rósmaríngreinar
6 lárviðarlauf
1 sítróna, skorin í báta
Setjið kjúklinginn í eldfast mót og smyrjið hann með bræddu smjöri. Raðið kartöflunum í kringum kjúklinginn ásamt hvítlauknum, hellið hvítvíninu og kjúklingakraftinum yfir, breiðið álpappír yfir formið og eldið við 160° í eina klukkustund. Fjarlægið þá álpappírinn, dreifið kryddjurtunum og sítrónunni yfir, saltið og eldið í 50 mínútur. Hækkið þá hitann í 220° og eldið í 30 mínútur. Látið kjúklinginn standa í ca. 10 mínútur áður en hann er borðaður.

Færðu inn athugasemd