Bananabrauð

4 dl spelt (má skipta í 2 dl fínt og 2 gróft ef vill)
3 tsk vínsteinslyftiduft og dash af sítrónusafa
2 lúkur sólblómafræ
1 -2 lúkur haframjöl
3-4 þroskaðir bananar
1-2 egg
2 msk kókosolía

Þurrefnum blandað saman, síðan stöppuðum bönunum, svo eggjunum og olíunni. Sett í eitt veglegt brauðform, stráið haframjöli yfir og bakað 180°C í 45-50 mín.

Fjallagrasabrauð

2 bollar gróft spelt
2 bollar fínt spelt
3 msk agavesýróp (auðvitað hægt að nota hunang, minnka eða sleppa)
2 tsk vínsteinslyftiduft og dash af sitrónusafa (gerir lyftiduftsbrauðin léttari)
0,5 tsk natron
0,5 dl kúmen
0,5 dl sesamfræ
4,5 dl mjólk (möndlu- eða hafra- ef þið notið það frekar; ath að minnka eða sleppa sætuefni ef þið notið möndlumjólk)
1 bolli fjallagrös (bleyta stutta stund og klippa)
1 tsk hafsalt

Þurrefnum blandað sama og síðan mjólk, sítrónusafa og fjallagrösum blandað saman við. Gætið þess að hræra ekki of mikið því þá verður brauðið seigt. Sett í 2 smurð lítil álform. Bakað í 190°C í 1 klst. Neðst í ofni og ekki blástur.

Gróft speltbrauð

3 bollar spelt eða heilhveiti
1 til 1.5 bolli múslí
1 bolli sólblómafræ
1 tsk sjávarsalt
3 tsk. vínsteinslyftiduft (má nota venjulegt)
3/4 bolli heitt vatn
1/2 líter AB mjólk.
Út í þetta má bæta öllu því sem þér finnst gott í brauð t.d. hnetum, kókos, rúsínum, döðlum, aðrir þurkaðir ávextir.
Allt hrært saman, helt í smurt form og bakað á 200°C í ca. 1 klst. Til að fá harða skorpu á brauðið er það tekið úr forminu eftir ca. hálftíma og síðan stungið aftur í ofninn á hvolfi.

Hrökkbrauð

50g sólblómafræ
50g sesamfræ
3 msk hörfræ
230g heilhveiti eða rúgmjöl
1 tsk sjávarsalt
1 3/4 dl volgt vatn
1 1/2 msk hunang
2 msk olía, smjör eða kokosolía
(kúmen fyrir sælkera)

Malið fræin lítillega í matvinnsluvélinni og blandið þeim við þurrefnin, vökvinn útí og hnoða vel í 2-5 mín. Fletjið deigið út á bökunarpappír á bökunarplötu, frekar þunnt. Skerið í bita með kleinujárni og bakið við 200°þar til það brúnast aðeins.
Brjótið í sundur eftir bakstur.

Naan brauð

1 dl volgt vatn
1 dl hrein jógúrt
2 msk olífuolía
4 dl af hveiti
1 msk sykur
1 tsk þurrger
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft

Kryddblanda :
1/2 msk gróft salt
1/2 msk indversk kryddblanda (t.d. garam masala)

Hvítlaukssmjör :
15 g smjör
1 hvítlauksrif

Hnoðið deigið þar til það verur mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það of blautt.
Passa samt að gera deigið ekki of þurrt.
Látið hefast í 1 klst í stofuhita
Hitið ofninn í 250-275 gráður.

Blandið garam masala kryddinu og saltinu saman á disk.

Skiptið deiginu í 8 hluta og hnoðið kúlur úr þeim. Fletjið kúlurnar þunnt og þrýstið annarri hliðini ofan í kryddblönduna og dustið svo það mesta af.
Raðið brauðunum á plötu og bakið í 5 – 7 mín.
Penslið heit brauðin með hvítlaukssmjöri þegar þau koma úr ofninum.
Ef kryddblöndunni er sleppt eru þetta mjög góð hvítlauksbrauð með öllum mat.