Hraunbita ostakaka með kirsuberjasósu

 

2 kassar hraunbitar

4 dl rjómi

200 g rjómaostur

120 gr flórsykur

1 tsk vanilludropar

 

  • Myljið hraumbitana og setjið í form.
  • Rjóminn stífþeyttur
  • Rjómaostur, flórsykur og vanilludropar sett saman í skál og þeytt vel saman
  • Blandið þeyttum rjóma vel og vandlega saman við.
  • Smyrjið ostablöndunni jafnt yfir hraunbita mulninginn og kælið.
  • Kirsuberjasósu dreift yfir

Chili súkkulaðidrykkur

1 plata dökkt súkkulaði
ca. 1 cm bútur af engifer, fínsaxaður
1/2 ferskur rauður chilli, saxaður
250 ml. nýmjólk – þarf sennilega aðeins meira

Allt sett í pott og látið sjóða hægt í ca. 10 mín og hrært stöðugt í á meðan. Borið fram með vanilluís eða rjóma.

Beikon og serrý kalkúnn – með eplum

Fylling:
12 brauðsneiðar. Skera skorpu af og skera brauðsneiðar í teninga sem svo eru þurrkaðir í ofnskúffu.
2 græn epli
döðlur
rúsínu
100 gr. púrrulaukur
300 gr. sveppir
175 gr. sellerí
100 gr. rauðlaukur
100 gr. laukur
300 gr. beikon
Soya sósa
Serrý ¼ flaska eða meira.
Salt og pipar
Salvía
Kjúklingateningur

Púrran, sveppir, sellerí, rauðlaukur, laukur og bacon hitað í olíu og kryddað með salti og pipar + teningur. Bætt við brauðmolum. Bleytt með soya sósu og serrý. Haft þó nokkuð blautt – brauðið á að gegnblotna. Fylla fuglinn að 2/3. Setja smá vatn og kjúklingatening með í ofninn.

Taka kalkúninn úr frysti 2-3 dögum áður en á að borða hann. Ef hann er ennþá frosinn daginn sem á að elda hann er gott að þýða hann í köldu vatni.

Sjóða hvarta og lifur í 1 – 1 ½ klst og nota soð í sósuna.

Áður en kalkúnninn er settur í ofninn er hann smurður með smjöri. Hella sífellt yfir kalkúninn úr ofnskúffunni.

30 mín fyrir hvert kíló – hiti hámark 170°C – reikna fyllinguna með í þyngd.

Setja álpallír yfir er hann ætlar að vera of dökkur.

Ljós sósa með.

Lakkrísmuffins

Fann þessa á netinu eftir smá leit en held hún sé samt líka í muffins bókinni hennar Rikku

150g sykur
150g púðursykur
125g smjör
2 egg
260g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
40g kakó
200ml mjólk
150g kúlusúkk

Hita ofninn í 170°c

Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður létt í sér. Bætið eggjunum út í og hrærið. Blandið þurrefnunum saman. Hrærið þurrefnunum saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni. SEtjið hálfa matskeið af kúlusúkk í hvert form (gott að skera niður í bita) og sprautið deiginu jafnt í formin Bakað í 16-18 mín

Lakkrískrem

150g lakkrís
100ml vatn
110g smjör
450g flórsykur
60mlmjólk
80g piparbrjóstsykur, mulinn

Setjið lakkrís og vatn saman í pott og hitið þar til að lakkrísinn leysist upp í vatninu. Kælið. Hrærið smjör, flórsykur og mjólk saman þar til kremið verður ljóst og æétt í sér. Hellið lakkrísblöndunni smátt og smátt saman við og hrærið vel. Sprautið kreminu á kökurnar. Stráið piparbrjóstsykrinum yfir þær áður en þær eru bornar fram

Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu

1000 gr útvatnaður saltfiskur
hveiti, eftir þörfum
hvítur pipar
1/3 hvítlaukur
1/2 dl olía
1 dós niðurskorinn tómatur – án safa
1 krukka svartar ólífur
1 rauðlaukur
1/2 krukka kapers
1/2 krukka feta ostur í olíu
Þerrið fiskinn og veltið upp úr hveiti og pipar
Brytjið hvítlaukinn mjög smátt og mýkið örlítið í olíunni, veltið saltfisknum uppúr í smástund.
Setjið fiskinn í eldfast mót.
Dreifið tómatnum vel yfir saltfiskinn, sneiðið ólífur og rauðlauk og dreifið yfir auk kapers og að lokum feta ost.
Bakið í ofni við 180°C í ca 10-12 mínútur

Upphaflega uppskriftin er fengin af heimasíðu Ektafisks.

Spaug – Jólakökuuppskrift

Geggjuð uppskrift að jóla ávaxtaköku

Lesið vel.

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær fætur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst ykkur ávaxtakökur nokkuð góðar hvort sem er?).

Hrútaberjahlaup

1 kg hrútaber
örl. vatn
1 kg strásykur á móti hverjum lítra af saft
safi úr einni sítrónu
Hrútaberin eru tínd af stilkunum og sett í pott með ca botnhyl af vatni og soðin við vægan hita þar til þau springa. Hellt í gegnum grisju eða sigti. Allt í lagi að kreista aðeins.
Saftin mæld í pott, sítrónusafanum bætt útí og soðið í 5 mínútur.
Potturinn tekin af hellunni og sykrinum hrært saman við.
Hrært þangað til sykurinn er uppleystur. Þá er nóg að gert og hlaupinu hellt í hreinar krukkur og lokað strax.

Uppskrift fengin frá Leiðbeiningarstöð heimilanna