Kókosbolluterta

1 stk. svampbotn (keyptur eða bakaður)
1 stk. púðusykursmarensbotn
1 lítil dós af perum
1 stk banani
6 stk kókósbollur
2 pelar rjómi
1/2 plata suðusúkkulaði (50 gr)

Aðferð:
Rjóminn er þeyttur
Svampbotninn er vættur með perusafanum
Bananinn skorinn í bita og raðað á svampbotninn. Perusneiðum raða ofan á.
Örlítið að þeyttum rjóma smurt yfir.
Kókósbollurnar eru skornar í tvennt og þeim raðað ofan á.
Þeyttum rjóma er smurt ofan á þetta.
Marensbotninn er settur ofan á og hulin með þeyttum rjóma
Súkkulaðið er brætt og hellt kalt yfir rjómann til skreytingar.

Mars terta

3 eggjahvítur
1 dl sykur
1 dl púðursykur
½ tsk lyftiduft
2 bollar Rice Crispies

Krem:
3 eggjarauður
2 msk sykur
2 Mars súkkulaði
60 gr smjörvi (ekki smjörlíki)

1 peli þeyttur rjómi

Sykur þeyttur saman við eggjahvítur. Lyftiduft og Rice Crisipies blandað saman við með sleif. Búnir til 2 botnar á pappír og bakað neðst í ofni við 150°C í 80 mín.

Kremið:
Eggjarauður og sykur þeytt vel. Mars súkkulaði og smjör brætt og kælt, hrært sama við rauðurnar.

Sett saman:
Helmingurinn af kreminu er sett yfir neðri botninn. Rjóminn settur þar ofaná og svo efri botninn. Restin af kreminu sett á efri botninn.

Sælgætisterta

4 egg
1 bolli sykur
1 ½ bolli möndlur
1 ½ bolli döðlur
100 gr. súkkulaði
½ bolli hveiti
1 tsk lyftiduft.

Egg og sykur þeytt vel saman. Hveiti og lyftidufti blandað saman við. Brytja restina niður og blanda saman við.

Bakað við 175 °C í 30-40 mín.

Á milli:
Skerið 1-2 banana í sneiðar og setjið á milli ásamt 1 pela af þeyttum rjóma. Skreyta með rjóma.

Bananarúlluterta

3 egg
175 gr. sykur
35 gr. kartöflumjöl
1 msk hveiti
1 ½ msk kakó
1 tsk lyftiduft

Egg og sykur hrært vel saman. Restinni bætt varlega saman við.

Deigi smurt á bökunarpappír og bakað við 200°C í 8 mín.

Fylling:
¼ l rjómi
3 bananar

Þeyta rjóma og setja á kökuna. Setja bananasneiðar ofaná eða stappa banana og blanda saman við rjómann.

Frystikaka

150 gr. makkarónur
2 bananar
2 epli
1 appelsína
½ dós coctail ávextir + safi
50 gr. saxaðar möndlur (má sleppa)
100 gr súkkulaði

Makkarónur settar í skál og ávextir skornir í bita og settir ofaná. Coctail ávextir, möndlur og súkkulaði sett þar ofaná.
Sett í frost
Tekið fram 5 tímum fyrir neyslu.
Borið fram með rjóma.

Daim terta

Botn:
3 eggjahvítur – stífþeyttar
2 dl sykur – bætt varlega samanvið
50 gr. saxaðar valhnetur – blandað varlega samanvið með sleif

Bakað í 1 klst við 130°C eða minna hita og lengri tíma.

Fylling:
4 dl rjómi – þeyta
3 eggjarauður
1 dl sykur
4 stk Daim

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Daim skorið í bita og öllu blandað saman.

Marengs látinn kólna. Búið til form úr álpappír utan um marengsinn og blöndunni hellt ofan á. Sett í frysti. Takið út ca. ½ klst áður en á að borða.

Prófa að nota Rommý eða annað nammi í stað Daim.

Draumatertan

Botninn:
3 egg
¾ bolli sykur
2 bollar döðlur
100 gr. súkkulaði
¾ bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft

Egg og sykur þeytt vel saman. Hveiti og lyftidufti blandað saman við og döðlum og súkkulaði seinast. Bakað í einu formi í 30-40 mín við 175°C.

Marengsbotn:
3 eggjahvítur – stífþeyttar
150 gr. sykur – bætt varlega útí

Bakað við 100°C í 2 klst.

Eggjakrem:
2 eggjarauður (eða 1 egg)
3 msk. sykur
1 peli þeyttur rjómi

Egg og sykur þeytt saman og blandað saman við rjómann.

Súkkulaðibráð:
200 gr. brætt súkkulaði
4 msk. vatn
2 eggjarauður (eða 1 egg)
2 msk þeyttur rjómi

Allt hrært saman.

Samsetning:
Skerið niður 1-2 banana og setjið ofan á botninn. Setjið eggjakremið yfir og síðan marengsbotninn. Þeytið 1 pela af rjóma og setjið yfir marengsbotninn. Síðast er súkkulaðibráðinni hellt yfir.

Mjög góð

Rice Krispies kransakaka

480 gr. nóa súkkulaðihjúpur
1 lítil dós síróp (grænu dósirnar)
150 gr. smjör
280 gr. Kellogg‘s Rice Krispies
200 gr. Suðusúkkulaði
Sælgæti til skrauts

Hjúpur, síróp og smjör sett í pott og hrært stöðugt í meðan súkkulaði er að bráðna. Rice Krispies sett saman við og hitað vel í 2 mín og hrært á meðan. Búnir til hringir og fest saman með bræddu súkkulaði.