Hraunbita ostakaka með kirsuberjasósu

 

2 kassar hraunbitar

4 dl rjómi

200 g rjómaostur

120 gr flórsykur

1 tsk vanilludropar

 

  • Myljið hraumbitana og setjið í form.
  • Rjóminn stífþeyttur
  • Rjómaostur, flórsykur og vanilludropar sett saman í skál og þeytt vel saman
  • Blandið þeyttum rjóma vel og vandlega saman við.
  • Smyrjið ostablöndunni jafnt yfir hraunbita mulninginn og kælið.
  • Kirsuberjasósu dreift yfir

Lakkrísmuffins

Fann þessa á netinu eftir smá leit en held hún sé samt líka í muffins bókinni hennar Rikku

150g sykur
150g púðursykur
125g smjör
2 egg
260g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
40g kakó
200ml mjólk
150g kúlusúkk

Hita ofninn í 170°c

Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður létt í sér. Bætið eggjunum út í og hrærið. Blandið þurrefnunum saman. Hrærið þurrefnunum saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni. SEtjið hálfa matskeið af kúlusúkk í hvert form (gott að skera niður í bita) og sprautið deiginu jafnt í formin Bakað í 16-18 mín

Lakkrískrem

150g lakkrís
100ml vatn
110g smjör
450g flórsykur
60mlmjólk
80g piparbrjóstsykur, mulinn

Setjið lakkrís og vatn saman í pott og hitið þar til að lakkrísinn leysist upp í vatninu. Kælið. Hrærið smjör, flórsykur og mjólk saman þar til kremið verður ljóst og æétt í sér. Hellið lakkrísblöndunni smátt og smátt saman við og hrærið vel. Sprautið kreminu á kökurnar. Stráið piparbrjóstsykrinum yfir þær áður en þær eru bornar fram

Bananabrauð

4 dl spelt (má skipta í 2 dl fínt og 2 gróft ef vill)
3 tsk vínsteinslyftiduft og dash af sítrónusafa
2 lúkur sólblómafræ
1 -2 lúkur haframjöl
3-4 þroskaðir bananar
1-2 egg
2 msk kókosolía

Þurrefnum blandað saman, síðan stöppuðum bönunum, svo eggjunum og olíunni. Sett í eitt veglegt brauðform, stráið haframjöli yfir og bakað 180°C í 45-50 mín.

Fjallagrasabrauð

2 bollar gróft spelt
2 bollar fínt spelt
3 msk agavesýróp (auðvitað hægt að nota hunang, minnka eða sleppa)
2 tsk vínsteinslyftiduft og dash af sitrónusafa (gerir lyftiduftsbrauðin léttari)
0,5 tsk natron
0,5 dl kúmen
0,5 dl sesamfræ
4,5 dl mjólk (möndlu- eða hafra- ef þið notið það frekar; ath að minnka eða sleppa sætuefni ef þið notið möndlumjólk)
1 bolli fjallagrös (bleyta stutta stund og klippa)
1 tsk hafsalt

Þurrefnum blandað sama og síðan mjólk, sítrónusafa og fjallagrösum blandað saman við. Gætið þess að hræra ekki of mikið því þá verður brauðið seigt. Sett í 2 smurð lítil álform. Bakað í 190°C í 1 klst. Neðst í ofni og ekki blástur.

Gróft speltbrauð

3 bollar spelt eða heilhveiti
1 til 1.5 bolli múslí
1 bolli sólblómafræ
1 tsk sjávarsalt
3 tsk. vínsteinslyftiduft (má nota venjulegt)
3/4 bolli heitt vatn
1/2 líter AB mjólk.
Út í þetta má bæta öllu því sem þér finnst gott í brauð t.d. hnetum, kókos, rúsínum, döðlum, aðrir þurkaðir ávextir.
Allt hrært saman, helt í smurt form og bakað á 200°C í ca. 1 klst. Til að fá harða skorpu á brauðið er það tekið úr forminu eftir ca. hálftíma og síðan stungið aftur í ofninn á hvolfi.

Hrökkbrauð

50g sólblómafræ
50g sesamfræ
3 msk hörfræ
230g heilhveiti eða rúgmjöl
1 tsk sjávarsalt
1 3/4 dl volgt vatn
1 1/2 msk hunang
2 msk olía, smjör eða kokosolía
(kúmen fyrir sælkera)

Malið fræin lítillega í matvinnsluvélinni og blandið þeim við þurrefnin, vökvinn útí og hnoða vel í 2-5 mín. Fletjið deigið út á bökunarpappír á bökunarplötu, frekar þunnt. Skerið í bita með kleinujárni og bakið við 200°þar til það brúnast aðeins.
Brjótið í sundur eftir bakstur.

Súkkulaðibrúnkökur með sítrónuloki

130 gr mjúkt smjör
220 gr sykur
2 egg
1 eggjarauða
150 gr hveiti
3 msk kakó
1 tsk lyftiduft
200 gr súkkulaði, brætt
½ dl lagað expressokaffi eða kaffi styrkt með skyndikaffi (kælt)

Sítrónulok:
300 gr rjómaostur
125 gr sykur
1 egg
rifinn börkur af 1 sítrónu
2 msk sítrónusafi
4 msk hveiti

Öllu hrært saman.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum og rauðu útí einu í einu – hrærið mjög vel. Hveiti, lyftiduft og kakó sett útí. Hellið súkkulaði og espressókaffí út í og blandið öllu saman.
Bakað í eldföstu fati eða formi ca. 25×35 cm. í miðjum ofni í 35-40 mín við 180°C. Skerið í jafna bita – má frysta.

Heit portobello-, beikon- og lifrakæfurúlla með piparosti

2 msk olía
1 bréf beikon
3 stórir portobello-sveppir, skornir í sneiðar
1 rúllutertubrauð
200 gr dönsk lifrarkæfa
½ piparostur, rifinn
salt
svartur pipar
3 msk smátt saxaður graslaukur

Hitið olíu og steikið beikon í 3-4 mín. Takið beikon af og steikið sveppi í 2-3 mín. Kryddið með salti og pipar. Smyrjið rúllutertubrauðið með lifrarkæfu. Geymið 2 msk af kæfunni. Leggið beikon, sveppi og graslauk á brauðið og rúllið því upp. Smyrjið rúlluna með afganginum af kæfunni. Stráið piparosti yfir rúlluna og bakið við 190°C í 10 mín. Gott að bera fram heita með salati, sultuðum lauk eða rifsberjahlaupi.