Saltfiskur Barcelona

500 g þykkir saltfiskbitar
1 dós kryddlegnar paprikusneiðar
1 dós heilir tómatar
2 dl hvítvín
1 rauður chili, fræhreinsið og skreið í þunnar ræmur
2 vorlaukar, skornir í ræmur
1 búnt flatlaufa steinselja, söxuð
1 búnt graslaukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk kanil
1 msk sykur
2 lárviðarlauf
ólívuolía
salt og pipar
Hitið ofninn í 200 gráður.

Veltið saltfiskbitunum upp úr hveiti og steikið síðan í olíu á pönnu þar til að hann hefur tekið á sig gullinbrúnan lit. Setjið bitana í ofnfast fat. Bætið smá olíu aftur á pönnuna og steikið hvítlaukinn, chili-piparinn, kanil, graslauk og lárviðarlauf á vægum hita í 2-3 mínútur. Bætið þá við tómötunum, vorlauk, sykri og hvítvíni. Hækkið hitann aðeins og látið malla þar til að sósan fer að þykkna.
Setjið paprikusneiðarnar ofan á fiskinn í fatinu og hellið síðan sósunni af pönnunni yfir. Bætið smá ólívuolíu við og stráið steinseljunni yfir. Bakið í 15-20 mínútur.
Sáldrið meira af saxaðri steinselju yfir og berið fram með kartöflumús og góðu Rioja-víni, t.d. Faustino VII

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s