Svínahamborgarahryggur með Coca Cola sósu

Fyrir 6
1,5 til 2 kg hamborgarhryggur á beini
1 – 2 lárviðarlauf
kalt vatn
3 – 5 svört piparkorn
Aðferð
Setjið hryggin á pott ásamt laufunum og piparkornunum,hellið köldu vatni yfir þannig að fljóti vel yfir setjið yfir, látið suðuna koma hægt upp og sjóðið við væga suðu í u.þ.b. fjörutíu mínútur takið þá af hitanum og látið standa í soðinu í hálfa klukkstund áður en hryggurinn er skorin af beininu, settur í eldfast mót, karmelluhjúpnum hellt yfir og kjötið bakað í 170°c heitum ofni í u.þ.b þrjátíu mínútur eða þar til karmellan er fallega gullin.

Karmelluhjúpur
1 bolli sykur
2 msk sítrónusafi
2 msk tómatsósa
1 msk sætt sinnep
½ dl rjómi

Aðferð
Bræðið sykurinn og sítrónusafan á heitri pönnu þar til blandan fer að brúnast þá er tómatsósunni, sinnepinu og rjómanum blandað saman við og allt soðið saman í nokkrar mínútur eða þar til að blandan er orðin hæfilega tegjanleg eins og karamella. Athugið að nota ekki allan hjúpinn á kjötið þar sem við þurfum u.þ.b 2/3 desilítra í sósuna.

Coka cola sósa
2/3 dl karmelluhjúpur
1 lítil coke
4 dl soð af hamborgarhryggnum
kjötkraftur
sósujafnari
1 dl rjómi
pipar
örl. Sósulitur

Aðferð
Setjið karamelluna og kókið út í soðið og sjóðið vel niður áður en sósan er smökkuð til, lituð og þykkt. Þegar það er búið er rjóminn settur saman við og sósan soðinn í fimm til tíu mín við væga suðu eða þar til fallegum gjáa er náð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s