Indverskar kjötbollur

Bollur:
800 gr. hakk
1 laukur, rifinn eða smátt saxaður
2 egg
100 gr. brauðrasp
1 rautt chilli, saxað smátt
2 matsk. rifinn engifer
1 tesk. karrý
1 tesk. maldon salt

Sósan:
2 matsk. karrýmauk
2 matsk. rifinn engifer
4 tómatar, saxaðir
1 dós kókosmjólk
2 tesk. púðursykur
1 dl. muldar cashew hnetur
salt

Blandið saman í höndum öllu sem á að fara í bollurnar. Búið til litlar bollur og bakið þær við 200° í 15-20 mínútur.
Steikið saman karrýmaukið og engiferinn í ca. 1 mínútu. Bætið tómötunum í og steikið áfram í 2-3 mínútur, hrærið stöðugt í. Hellið kókosmjólkinni út í og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur.
Setjið kjötbollurnar saman við og látið malla í 20 mínútur.
Hrærið að lokum sykrinum og hnetunum saman við og saltið sósuna ef þarf.
Borið fram með raitu og naan brauði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s