Skúffukakan sem fylgdi með Kalla

4 bollar hveiti
200 gr. smjörlíki
3 bollar sykur
2 egg
2 tsk. lyftiduft
1 1/2 tsk. natron
4 msk. kakó
2 bollar mjólk

Smjörlíki, sykur og egg þeytt vel saman rest svo bætt við.
Bakað í ofnskúffu í ca. 30 mín við 180°C

Skúffukökukrem
100 gr. smjörlíki
1 pk. flórsykur
4 msk. kakó eða eftir smekk
2 tsk. vanillusykur
1 egg
Smá heitt vatn ef þarf.

Auglýsingar