Rúgbrauð í mjólkurfernum

6 bollar rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
4 1/4 tsk. natron
3 tsk. salt
6 bollar súrmjólk
500 gr. síróp

Allt hrært saman. Sett í 4 1 líters mjólkurfernur.
Hitið ofninn í 200°C og lækkið strax í 100°C þegar brauðin eru sett inn.
Fernurnar látnar liggja.
Bakað í 5 1/2 klst.

Auglýsingar