Matarbrauð í Macintoshbauk

2 bollar hveiti
2 bollar rúgmjöl
2 bollar heilhveiti
3 tsk. lyftiduft
2 tsk. natron
2 tsk. salt
4 bollar súrmjólk
1 dós síróp (500 gr.)

Allt sett í skál og hrært saman. Klæðið Macintoshbauk (stærsta) að innan með álpappír og hellið deiginu í – lokið.
Setjið vatn í ofnskúffu. Hitið ofninn í 200°C og setjið síðan baukinn í skúffuna með vatninu í og bakið í 3 klst. Bætið vatni í af og til.
Látið kólna en ekki á hvolfi – það kemur ekki skorpa.

Auglýsingar