Mexíkósk kjúklingasúpa

4 Kjúklingabringur, úrbeinaðar og skinnlausar
1 Laukur, skorin smátt
4 Hvítlauksgeirar, saxaðir/maukaðir
1 dós niðursoðnir tómatar
1 teningur af nautakrafti
1 teningur af kjúklingakrafti
1 ltr. vatn
1 ltr. tómatsafi
1 msk. kóríander
1 tsk. chili-duft
1 tsk. cayanne-pipar

Kjúklingur skorinn smátt og steiktu í gegn á pönnu.
Öllu blandað saman í potti og soðið í 30 mín. Kjúklingi blandað útí og soðið áfram í 30 mín.
Borið fram með sýrðum rjóma, doritos og rifnum osti.
Næstum nauðsynlegt að hafa kotasælubollur með.

Auglýsingar