Kotasælubollur

2 dl léttmjólk
3 dl vatn
2 msk. olía
3 tsk. þurrger eða eitt lítið bréf
140 g kotasæla
8 g (2 tsk.) hrásykur
1/4 tsk. salt
30 g. sólblómafræ
2 tsk. kúmen (heilt) – sleppi því oftast
100 g haframjöl
20 g hveitiklíð
600 g hveiti + 40 g til hnoðunar

Hnoðið öllu saman og látið lyfta sér í 1 klst eða þar til búið að ca. tvöfalda sig. Búnar til bollur og bakað við 200°C í um 20 mín.

Auglýsingar