Kínverskt kjúklingasalat

Sósan:

3/4 dl balsamik edik

1 ½ dl olía

4 msk. sykur

4 msk soya sósa

Hræra vel – sjóða ca 1 mín. Hrært í annað slagið meðan er að kólna til að sósan skilji sig ekki.

 

Skera kjúklingabringur í bita og steikja í Sweet and sour sósu – má krydda.

 

1 ½ msk möndluflögur

1 ½ msk sesamfræ

1 pk núðlur í pakka – mulið niður.

Allt ristað á pönnu eða í ofnskúffu.

 

Grænt salat

Mangó

Kirsuberja tómatar

Rauðlaukur

Grænmeti og mango sett í skál. Ristaða dótið sett yfir og hluti af sósunni helt þar yfir. Kjúklingabitum raðað ofaná.

 

Bera fram með brauði og hrísgrjónum og restinni af sósunni.

Auglýsingar