Bananabrauð

4 dl spelt (má skipta í 2 dl fínt og 2 gróft ef vill)
3 tsk vínsteinslyftiduft og dash af sítrónusafa
2 lúkur sólblómafræ
1 -2 lúkur haframjöl
3-4 þroskaðir bananar
1-2 egg
2 msk kókosolía

Þurrefnum blandað saman, síðan stöppuðum bönunum, svo eggjunum og olíunni. Sett í eitt veglegt brauðform, stráið haframjöli yfir og bakað 180°C í 45-50 mín.

Rommýís

4 egg
½ l rjómi
8 msk flórsykur
Smá salt
5 rommý

Eggin og flórsykurinn er þeytt saman.
Rommý og smá salt sett úti. Þá er rjóminn þeyttur sér og öllu blandað varlega saman í lokin.
Fryst í vel lokuðu íláti og hræra í annað slagið meðan er að frjósa. Má sleppa Rommý og nota öll önnur bragðefni sem manni dettur í hug.